Mál 214


Opinber málsgögn

Venja er að tala um “bækurnar” ef vitnað er í málskjöl sakadómsmálsins 544-550/1977og Hæstaréttarmáls 214 – 1978., “bók 1 eða bók annað.”

Útgáfa Hæstaréttar taldi 25 bækur, I- XXVI. (Bók XXIV var ekki gefin út og er innihald hennar ekki kunnugt.)

Bækur VI, VIII, X og XXIII eru ekki aðgengilegar í þessu safni vegna þess að þær innihalda engin augljós tengsl við Guðmundar- eða Geirfinnsmál; þær fjalla um önnur óskyld mál, svo sem fíkniefnamál, innbrot og annað sem kom fram í rannsókn á “smákrimmafortíð” sakborninganna.
Því þykir rétt að hlífa þeim fjölmörgu sem þar koma við sögu af ýmsum ástæðum við óþarfa nafnbirtingum, enda er markmiðið með birtingu málsgagnanna að varpa ljósi á Guðmundar og Geirfinnsmálin og skyld mál.
Sem dæmi um skyld mál má nefna “Póstsvikamálið” IV kafla ákæru, 4. HR.mál 214. - “Guðbjartsmálið” Hæstaréttardómur 1981: mál 430. - Fíkniefnamálið frá 12 des. 1975.


Bækurnar skiptastí grófum dráttum þannig að bækur I-IV varða rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar og bækur XI- XXII hvarf Geirfinns Einarssonar.

Nánari útlistun er í eftirfylgjandi efnisyfirliti og í registri málsins, bók 28, í þessari útgáfu.

_______________________________________________________

Efnisyfirlit

Guðmundarmál:


Bók I:
Dómþing sakadóms 20. des. 1975 – 5. mars 1977. Bls. 3-57.
Lögregluskýrslur frá 29. jan. ´74 – 21. sept. ´76. Bls. 58-144.
Glæpamálastofnunin í Wiesbaden og Rannsóknarnefndin Rvík. 21. sept. ´76 – 22.okt. ´76 Bls. 145-399.

Bók II:
Ákæra 8. des. ´76. Bls. 1-16.
Lögr.skýrslur N. Snæhólm 12 -18. jan. ´77. Bls. 17-30.
Lögregluskýrslur Gísla Guðmundss. 13. jan. ´77 -16. mars ´77 og skýrslur fíkniefnadeildar jan. – feb. ´74. Bls.31-212.

Bók III:
Lögregluskýrslur Gísla Guðm. 18. mars – 1. okt. ´77. Bls. 1- 66.

Bók IV:
Dómsgerðir sakad.m. nr. 544-550/1977. 21. mars - 29. sept. ´77 Bls. 1-166.

Bók V:
Dagblaðaúrklippur ofl. gögn Guðm. og Geirfinnsmál Bls. 1-90

Ýmis mál:

Bók VI:
TRL. Innbrot ofl.

Bók VII:
“Póstsvikamálið” IV. Kafli ákæru. Bls. 91-184.

Bók VIII:
SMC. Og KVV. Þjófnaðarbrot.

Bók IX:
Fíkniefnamál SMC., ÁEÞ. og GS. Bls.1-107.

Bók X: AKS. Fíkniefnabrot.


Geirfinnsmál:


Bók XI:
Keflavíkurrannsókn nóv. ´74 Bls. 3001-3002., 3011- 3012., 3014-3046., 3050-3053., 3092-3094., 3116., 3118-3123., 3136., 3138., 3141-3142., 3145., 3154-3155., 3218., 3235-3236., 3267., 3279-3280., 3390-3391., 3404-3407.

Bók XII:
Reykjavíkurrannsókn. 22. jan.- 29. júní ´76. Bls. 1-250.

Bók XIII:
Reykjavíkurrannsókn frh. - 17. ágúst ´76. Bls. 251-501.

Bók XIV:
Rannsóknarnefndin Reykjavík. 9.ágúst -12. nóv. ´76 . Bls. 503-739.

Bók XV:
Rannsóknarnefndin Reykjavík frh. 12. ágúst – 21. des. ´76. Bls. 740-1000.

Bók XVI:
Rannsóknarnefndin Reykjavík frh. 28. des. ´76 – 29.mars ´77. Bls. 1001-1196.

Bók XVII:
Rannsóknarnefndin Reykjavík frh. 28. júní – 30. sept. ´77. Bls. 1197-1364.

Bók XVIII:
Undirbygging I Bls. 1-138.

Bók XIX:
Undirbygging II Bls. 139-276.

Bók XX:
Dómskjöl. Ákæra í Geirfinnsmáli ofl. 21.mars – 17. okt. ´77 Bls.1-223.

Bók XXI:
Dómsgerðir í sakadómsmáli. nr. 544-550/1977. 28. apríl - 19.des. ´77. Bls.1-241.

Bók XXII:
Sigurður Óttar. Rannsóknarlögregla ríkisins mál 3940/77. Kæra: rangur framburður. 12. - 25. okt. ´77. Bls.1-151.

Annað:

Bók XXIII:
Fæðingavottorð, sakavottorð og refsidómar : KVV., SMC., TRL., EB., AKS., GS. Og ÁEÞ.

Bók XXIV:
Ekki gefin út í safni HR.

Bók XXV:
Álitsgerð og úrskurður læknaráðs 10. des. 1979 Bls. 1-61.

Bók XXVI:
HR.mál 214/78. Ýmisleg skjöl, fyrir og eftir uppsögu héraðsdóms. Bls. 1-63.


Enn annað...

Bók 27: Harðræðisrannsókn. Rannsóknarlögregla ríkisins mál 2875/79. Bls. 1-232.

Bók 28: Registur HR.máls 214. Bls.1-154.

Bók 29: Registur v/ bókar VI (6)

Bók 30: Fangelsisdagbók Síðumúla ( SMC. ) 12. des. ´75 – 5. maí ´77. Bls. 1-28.

Bók 31: Rannsókn Láru V. Júlíusdóttur á Kef. rannsókn og Magnúsi Leópoldssyni. 4. feb. 2003. Bls. 1-98.

Bók 32: Hæstaréttardómur 1981/430. ( Guðbjartsmálið. ) Bls. 1-23.

Bók 33: Fangelsisdagbók Síðumúla ( KVV. ) 23.des.´75 – 5. júlí ´76. Bls. 1-10.

 

Einnig skal bent á Hæstaréttardóm 1980:89. HR.mál 214.

http://www.mal214.com/domur/dhr1980.html

 

Ath. Vista má afrit af bókunum á einkatölvu. Bækurnar eru þó ekki prentanlegar, skv. ákvörðun vinnuhóps "mál 214".
Þeir sem vilja nálgast prenthæfa útgáfu er bent á aðstandendur síðunnar.