VI.

VI.1.

 

Hér á eftir verður tekin afstaða til þeirra röksemda, sem bornar hafa verið fram til stuðnings beiðni dómfellda um endurupptöku málsins og gegn henni. Efninu er skipað með sama hætti og við lýsingu röksemda í IV. kafla hér að framan. Er því fjallað í kafla VI.2. um skýringu lagaheimilda. Í köflum VI.3., VI.4.,VI.5. og VI.6. er tekin afstaða til þess hvort atriði, sem reifuð eru í köflum IV.3., IV.4., IV.5. og IV.6. fullnægi skilyrðum til þess að koma til álita sem forsenda fyrir endurupptöku málsins. Um atriðin, sem fullnægja þeim skilyrðum, er loks fjallað nánar í kafla VI.7. og er þar tekin afstaða til þess hvort málið verði tekið upp á ný.