V.6.

 

Í vottorði Fangelsismálastofnunar ríkisins 19. júní 1997 er greint frá því hvar dómfelldi og aðrir þeir, sem sakfelldir voru með dómi Hæstaréttar í málinu, voru vistaðir í gæsluvarðhaldi og afplánuðu refsingu samkvæmt dóminum. Kemur eftirfarandi þar fram:

Sævar Marinó Ciesielski var vistaður á eftirtöldum stöðum í gæsluvarðhaldi:

 

Síðumúlafangelsi: 12.12.1975 til 31.01.1977

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 31.01.1977 til 05.05.1977

Síðumúlafangelsi: 05.05.1977 til 22.12.1977

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 22.12.1977 til 13.02.1978

Fangelsið að Litla Hrauni: 13.02.1978 til 23.05.1978

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 23.05.1978 til 07.07.1978

Fangelsið að Litla Hrauni: 07.07.1978 til 05.10.1978

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 05.10.1978 til 17.11.1978

Fangelsið að Litla Hrauni: 17.11.1978 til 16.02.1979

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 16.02.1979 til 09.04.1979

Fangelsið að Litla Hrauni: 09.04.1979 til 11.01.1980

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 11.01.1980 til 29.01.1980

Fangelsið að Litla Hrauni: 29.01.1980 til 22.02.1980

 

Hann afplánaði dóminn sem hér segir:

 

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 22.02.1980 til 25.02.1980

Fangelsið að Litla Hrauni: 25.02.1980 til 28.04.1984

 

Síðastgreindan dag var dómfellda veitt reynslulausn á eftirstöðvum refsingarinnar, skilorðsbundið til fjögurra ára.

 

 

Kristján Viðar Viðarsson var vistaður á eftirtöldum stöðum í gæsluvarðhaldi:

 

Síðumúlafangelsi: 23.12.1975 til 01.12.1976

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 01.12.1976 til 17.05.1977

Fangelsið að Litla Hrauni: 17.05.1977 til 05.07.1977

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 05.07.1977 til 17.07.1977

Síðumúlafangelsi: 17.07.1977 til 23.12.1977

Fangelsið að Litla Hrauni: 23.12.1977 til 08.03.1978

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 08.03.1978 til 20.04.1978

Fangelsið að Litla Hrauni: 20.04.1978 til 07.07.1978

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 07.07.1978 til 24.08.1978

Fangelsið að Litla Hrauni: 24.08.1978 til 17.11.1978

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 17.11.1978 til 05.01.1979

Fangelsið að Litla Hrauni: 05.01.1979 til 09.04.1979

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 09.04.1979 til 31.05.1979

Fangelsið að Litla Hrauni: 31.05.1979 til 18.12.1979

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 18.12.1979 til 21.12.1979

Fangelsið að Litla Hrauni: 21.12.1979 til 11.01.1980

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 11.01.1980 til 29.01.1980

Fangelsið að Litla Hrauni: 29.01.1980 til 22.02.1980

 

Hann afplánaði dóminn í fangelsinu að Litla Hrauni á tímabilinu frá 29.03.1980 til 30.06.1983, en þann dag var honum veitt reynslulausn á eftirstöðvum refsingarinnar, skilorðsbundið til fjögurra ára.

 

Tryggvi Rúnar Leifsson var vistaður á eftirtöldum stöðum í gæsluvarðhaldi:

 

Síðumúlafangelsi: 27.10.1974 til 06.11.1974

Síðumúlafangelsi: 23.12.1975 til 16.07.1976

Fangelsið að Litla Hrauni: 16.07.1976 til 14.01.1977

Síðumúlafangelsi: 14.01.1977 til 23.12.1977

Fangelsið að Litla Hrauni: 23.12.1977 til 13.02.1978

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 13.02.1978 til 08.03.1978

Fangelsið að Litla Hrauni: 08.03.1978 til 20.04.1978

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 20.04.1978 til 23.05.1978

Fangelsið að Litla Hrauni: 23.05.1978 til 24.08.1978

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 24.08.1978 til 05.10.1978

Fangelsið að Litla Hrauni: 05.10.1978 til 05.01.1979

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 05.01.1979 til 16.02.1979

Fangelsið að Litla Hrauni: 16.02.1979 til 22.02.1980

 

Hann afplánaði dóminn sem hér segir:

 

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 22.02.1980 til 25.02.1980

Fangelsið að Litla Hrauni: 25.02.1980 til 21.12.1981

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 21.12.1981 til 24.12.1981

 

Síðastgreindan dag var Tryggva veitt reynslulausn á eftirstöðvum refsingarinnar, skilorðsbundið til fjögurra ára.

 

Erla Bolladóttir var vistuð á eftirtöldum stöðum í gæsluvarðhaldi:

 

Síðumúlafangelsi: 13.12.1975 til 20.12.1975

Síðumúlafangelsi: 04.05.1976 til 15.09.1976

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 15.09.1976 til 22.12.1976

 

Hún afplánaði dóminn í fangelsinu á Akureyri frá 27.10.1980 til 09.08.1981, en þá var henni veitt reynslulausn á eftirstöðvum refsingarinnar, skilorðsbundið til tveggja ára.

 

Guðjón Skarphéðinsson var vistaður á eftirtöldum stöðum í gæsluvarðhaldi:

 

Síðumúlafangelsi: 13.12.1975 til 18.12.1975

Síðumúlafangelsi: 12.11.1976 til 29.12.1977

Fangelsið að Kvíabryggju: 29.12.1977 til 22.02.1980

 

Hann afplánaði dóminn í fangelsinu að Kvíabryggju frá 22.02.1980 til 12.10.1981, en þá var honum veitt reynslulausn á eftirstöðvum refsingarinnar, skilorðsbundið til fjögurra ára.

 

Albert Klahn Skaftason var vistaður á eftirtöldum stöðum í gæsluvarðhaldi:

 

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 19.06.1973 til 20.07.1973

Síðumúlafangelsi: 23.12.1975 til 19.03.1976

 

Hann afplánaði dóminn sem hér segir:

 

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg: 09.01.1981 til 10.02.1981

Fangelsið að Kvíabryggju: 10.02.1981 til 12.03.1981

 

Síðastgreindan dag var Albert veitt reynslulausn á eftirstöðvum refsingarinnar, skilorðsbundið til tveggja ára.

 

Samkvæmt framangreindu sat dómfelldi Sævar í gæsluvarðhaldi og afplánun í tæplega átta og hálft ár eða sem nam um helmingi þeirrar 17 ára refsivistar, sem honum var dæmd. Hann stóðst skilorð reynslulausnarinnar.