Um veður, færð o.fl.

Í upphafi málavaxtalýsingar sakadóms segir m.a. er fjallað er um upphaf leitar af Guðmundi Einarssyni þriðjudaginn 29. janúar 1974:

…leit að Guðmundi suður um Hafnarfjörð, en þar sem um 60 cm snjólag var yfir öllu, var ekki unnt að leit í hrauninu eða á óbyggðum.svæðum utan vega.

Í viðtali lögreglu við ökumann á Bifreiðastöð Hafnarfjarðar kom fram, að ökumaðurinn hafði einungis ekið fyrri partinn aðfararnótt 27. janúar 1974 þar sem ófærð hafi verið orðin.

Samkvæmt framlögðu veðurvottorði var snjókoma 25., 26. og 27. janúar 1974 í Straumsvík. Úrkomumagn í Straumsvík á tímabilinu frá kl. 09.00 hinn 26. janúar til kl. 09.00 hinn 27. janúar 1974 var 15.8 um. eða liðlega þrisvar sinnum meira en á Vífilsstöðum.

Ég hef nú aflað nýrra gagna um snjó og færð á vegum á umræddum tíma. Úr þeim verður lesið að ókleift hefur verið að aka 17 ára gamalli Volkswagenbifreið um vegarslóða í Hafnarfjarðarhrauni þessa nótt, en slíkir atburðir eru meðal forsendna sem málatilbúnaður á hendur ákærðu var byggður á. Þegar þannig háttar fyllast vegarslóðar af snjó og er snjór þar dýpri en annars staðar þar sem hann safnast í dældir eins og slóðana. Þegar kom að rannsókn málsins hafði þetta atriði gleymst rannsóknarmönnum eða þeim yfirsést mikilvægi þess. Fyrir bragðið fást ýmsar lýsingar um ferðina um hraunið sem útilokað er að séu réttar.