Hugtakið „ný gögn“

Hugtakið „ný gögn“ er ekki nánar skilgreint í oml. Gögn er víðtækt hugtak og því er í þessu samhengi ekki ætlað að merkja einungis sönnunargögn. Með hliðsjón af tilgangi ákvæðisins, sem áður hefur verið gerð grein fyrir, virðist ástæða til að ætla að allar upplýsingar og aðstæður sem til þess eru fallnar að draga í efa réttmæti hins upphaflega dóms heyri hér undir að engu undanskildu. Hugtakið nær því til :

  • allra nýrra sönnunargagna um sekt og sakleysi,
  • nýrra túlkana á sönnunargögnum, sem áður eru fram komin,
  • nýrra upplýsinga um ríkjandi aðstæður er játningar sökunauts er aflað,
  • nýrra upplýsinga um ólögmæti rannsóknaraðferða,
  • nýrra túlkana efnisréttar og réttarfarsreglna,
  • nýrra lagaraka, sem ekki komu fram við upprunaleg meðferð málsins fyrir dómi, og
  • nýrra raka sem hefðu skipt máli ef fram hefðu berið borin.